Hátíðarmessa í Hafnarkirkju
Sunndaginn 14. nóvember var hátíðarmessa í Hafnarkirkju þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikaði. Messan var endapunktur vísitasíu hennar um Bjarnanesprestakalls sem staðið hafði í þrjá daga.
Prestar Bjarnanesprestakalls, sr. Gunnar Stígur og sr. María Rut, þjónuðu fyrir altari og Samkór Hornafjarðar söng undir stjór organistans og kórstjórans Jörg Sondermann.
Sálmarnir sem sungnir voru:
- Vor Guð er borg á bjargi traust (Sálmur 284 v. 1, 2, 4)
- Þig lofar faðir líf og önd (Sálmur 223)
- Hallelúja, dýrð sé Drottni (Sálmur 224)
- Í svörtum himingeimi (Ekki í sálmabók)
- Í fornöld á jörðu var frækorni sáð (Sálmur 302 v. 1 – 3)
- Son Guðs ertu með sanni (Sálmur 56)
Hægt er að horfa á messuna á YouTube síðu Hafnarkirkju eða með því að smella HÉR