Ólafsmessa 2022
Takið föstudagskvöldið 29. júli frá því þá verður haldin Ólafsmessa í Kálafellsstaðarkirkju.
Í beinu framhaldi af messunni verða tónleikar í kirkjunni.
Ellen Kristjáns, Eyþór Gunnars, systurnar Sigga og Beta og bróðir þeirra Eyþór ætla að taka lagið.
Svo má ekki gleyma Ólafi helga sjálfum því eftir tónleikana ætla hjónin Þorbjörg og Fjölnir að segja okkur frá Ólafi og systur hans og svo verður farið að völvuleiðinu ef veður leyfir. Takið því með fatnað eftir veðri en gangan að leiðinu er 5-10 mínútur.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.