Hafnarkirkja lokar í janúar vegna viðhalds
Hafnarkirkja lokar um miðjan janúar vegna viðhalds á orgeli kirkjunnar. Hugsanlegt er að viðgerðin taki þrjár vikur.
Í mörg ár hefur verið talað um viðhald á orgeli Hafnarkirkju en svona stórt hljóðfæri þarf á reglulegu viðhaldi að halda, rétt eins og önnur hjóðfæri. Tafir hafa orðið á viðhaldinu og þar spila inn í margskonar ástæður, eins og Covid. En margt þarf að ganga upp svo að svona viðamikið viðhald sé mögulegt. Ekki má taka mikinn tíma frá starfi kirkjunnar og orgelsmiðurinn sem sér um viðhaldið þarf að vera laus í þann tíma sem viðgerðin stendur yfir, ásamt ýmsu öðru.
En það hafðist að finna lausan tíma hjá orgelsmiðnum og þó enginn tími sé betri en annar í þessum málum þá fannst sóknarnefnd og sóknarpresti skást að reyna gera þetta strax eftir jól. Vegna þess, eins og segir, verður kirkjan lokuð frá miðjum janúar í allt að þrjár vikur þar sem orgelpípunum verður dreift um kirkjugólfið meðan á viðhaldi stendur.
Hinsvegar verður hægt að notað safnaðarheimilið að mestu á meðan vilhaldi stendur.
Óski sóknarbörn og íbúar eftir kirkju þá leitum við leiða til að finna aðra hentuga kirkju á meðan þessu stendur.
Sóknarnefnd vonar þessi viðgerð hafi ekki mikil áhirf á sóknarbörnin og þakkar skilningin
Hafa má samband við sóknarprest í síma 894 8881