Hvað var um að vera í prestakallinu í apríl
Ekki er slegið slöku við hér í prestakallinu frekar en fyrri daginn. Ekki var samt alveg jafn mikið að gera þennan mánuðinn og í marsmánuði. Í prestakallinu voru 4 guðsþjónustur ásamt sunnudagaskóla. Ein stúlka var fermd í Hofskirkju á sumardaginn fyrsta. Blessunarlega varð ekkert andlát þennan mánuðinn, þökkum Guði fyrir það. Haldnir voru tveir aðalsafnaðarfundir, í Bjarnanessókn og Kálfafellsstaðarsókn. Á fundinum hjá Kálfafellsstaðarsókn var m.a. rætt og skoðað nýtt vegstæði að kirkjunni. Um miðjan mánuðinn var haldið samkirkjulegt námskeið. Um var að ræða námskeið sem var haldið vegna hátíðar sem haldin verður í haust í Reykjavík og ber nafnið Hátíð Vonar.
Skírð voru 3 börn:
- Vilhelm
Foreldrar: Fjóla Hrafnkelsdóttir og Vigfús Þórarinsson - Gerður Lilja
Foreldrar: Helgi Ragnarsson og Hanna Dís Whitehead - Steinþór
Foreldrar: Haukur Ingi Einarsson og Berglind Steinþórsdóttir