BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Hvað var um að vera í prestakallinu í október

Lífið gekk sinn vanagang í október mánuði. Messur og sunnudagaskóli voru á dagskrá. Fermingarfræðsla, ásamt mörgu öðru starfi sem er í gangi í kirkjunni. Uppskerumessan var í Bjarnaneskirkju og var met mæting. Hafnarkirkja var böðuð bleiku líkt og síðustu ár en var það gert til að sýna átaki krabbameinsfélagsins stuðning.

Nýbreytni var að haldinn var stór fermingarfræðsludagur í byrjun mánaðarins sem hófst með messu og eyddu svo börnin deginum í kirkjunni þar sem þau voru frædd um andleg og veraldleg málefni. Gekk þessi dagur það vel að ákveðið hefur verið að hafa annan eins eftir áramót.

Ekkert barn var skírt í mánuðinum en hjónavígslur voru tvær.

Útfarir voru tvær.

Útfarir
– Helgi Björnsson
– Kári Kristjánsson