FréttirHafnarsókn

Framkvæmdir í Hafnarkirkju

Framkvæmdir eru hafnar inn í Hafnarkirkju og munu þær standa yfir út janúar. Málingarþjónusta Hornafjarðar hefur verið fengin til að mála kirkjuna og safnaðarheimilið að innan og mun því kirkjan skarta sínu fegursta á afmælisárinu enda einnig nýmáluð að utan. Reynt verður að koma í veg fyrir skerðingu á notkun kirkjunnar en þó getur það gerst. Annars geta Hafnarbúar ásamt öðrum farið að undirbúa sig fyrir frábært afmælisár þar sem boðið verður uppá fullt af viðburðum.

malning-hafnarkirkja