BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Markverðast á árinu 2015

Nú er árið 2015 á enda og nýtt ár hafið. Við tímamót líkt og áramót eru er áhugavert að líta aftur og skoða hið liðna ár, hvað var markverðast og minnistæðast.

Í Bjarnanesprestakalli var nóg um að vera. Messur, guðsþjónustur og aðrar helgar stundir voru fjölmargar og þökkum við öllum þeim sem komu til kirkju og tóku þátt í athöfnunum. Fjölmargar aðrar athafnir fóru fram og hér má sjá tölulegar útskýringar á þeim.

  • Útfarir á árinu 2015 voru 14 talsins.
  • Prestar prestakallsins skírðu 10 börn og er svo lág tala hefur ekki sést lengi enda fæddust óvenju fá börn árið 2015
  • Fermd voru 27 börn í fjórum kirkjum.
  • Hjónavígslur framkvæmdar af prestum prestakallsins voru 16.

Nú þegar afmælisár Bjarnaneskirkju og Hafnarkirkju er hafið bíða spennandi verkefni og það stefnir í gott ár. Boðið verður uppá ýmsa viðburði og skemmtanir.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir minna svo á að það eru allir velkomnir til kirkju og einfaldast er að fygljast með hægra megin hér á síðunni hvenær næstu athafnir verða.