FréttirHafnarsókn

Þorláksmessa í Hafnarkirkju

Á Þorláksmessu verður opið hús í Hafnarkirkju frá klukkan 16 til 18. Heitt verður á könnunni og kerti seld fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Guðlaug Hestnes og Jörg Sondermann leika jólalög fjórhent á píanóið. Komið og eigið notalega stund í kirkjunni okkar.

Einnig eru börnin hvött til að skila inn söfnunarbaukunum sem þau fengu í sunnudagaskólanum fyrr í vetur. Baukar munu einnig liggja frammi og þeir sem eru aflögufærir geta sett nokkrar krónur í þá.