BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Hvað gerðist í Bjarnanesprestakalli á árinu 2016. Árið í tölum.

Nú er árið 2016 á enda og því er gott tilefni að horfa yfir farinn veg. Hvernig var árið 2016 í Bjarnanesprestakalli? Það er ekki hægt að segja annað en nóg hafi verið um að vera, nýr sóknarprestur skipaður, prestur valin og nýr organisti ráðinn. Hafnarkirkja og Bjarnaneskirkja fögnuðu stórafmælum með ýmsum viðburðum og hátíðarmessum, og svo mætti lengi telja.

Messur voru reglulega yfir allt árið en alla jafna voru þær á hálfsmánaðarfresti. Hafnarkirkja var vel nýtt til ýmissa starfa, þ.á.m. kórastarf, foreldramorgna og félagsstarfa.

Kirkjulegar athafnir (frátöldum messum) voru með mesta móti á árinu og má þá sérstaklega nefna útfarir. Hér fyrir neðan má sjá tölulegt yfirlit yfir þá viðburði.

  • Skírnir: 19
  • Hjónavígslur: 13
  • Útfarir: 25
  • Fermingar: 27 (börn)

Eins og sjá má voru útfarir margar og hafði fjölgað gríðarlega frá síðasta ári en þá voru þær 14. Það er þó gleðilegt að skírnum fjölgaði frá árinu 2015 voru þær aðeins 10 enda fæddust óvenju fá börn á því ári.

Hægt er að bera saman fleiri tölur frá árinu áður með því að smella hér.

Þess má geta að hér er ekki um tæmandi lista að ræða því aðeins er farið í kirkjubækur prestakallsins. Athafnir eins og endurnýjun hjúskaparheita kemur ekki hér fram né athafnir sem framkvæmdar voru af öðrum prestum.