BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Skírnarkjólar til leigu

Það er góð og falleg hefð að skíra börn í fallegum skírnarkjólum. Kjóla ganga jafnvel á milli fjölskyldna og vina og eiga langa sögu. Sumir búa ekki svo vel að eiga eða geta fengið lánaðan kjól þegar kemur að skírn.

Sóknarbörn Bjarnanesprestkalls sem ekki eiga vísan aðgang að kjól geta fengið leigðan kjól sem er í eigu Hafnarkirkju. Kjólarnir eru þrír og henta því vel ef skírð eru fleiri en eitt barn á sama tíma.

Nánari upplýsingar um kjólana er að finna hér.