FréttirHafnarsókn

Tré brotnaði í Stafafellskirkjugarði

Í hvassviðrinu um daginn gerðist það að tré í suðvestur horni kirkjugarðsins féll. Brotnaði tréð við jörðu og féll útfyrir garðinn. Sem betur fer varð ekkert tjón nema á girðingunni eins og sést á myndunum.

Þegar tréið var fjarlægt var ákveðið um leið að fjarlægja tré sem var norðan við kirkjuna enda myndi það valda miklum skemmdum ef það myndi falla á kirkjuna. Við grófa talningu á aldurshringjum á því tréi kom í ljós að það var um 80 ára.

Hér má sjá myndir af aðkomunni.