FréttirHafnarsókn

Skírnarkjólar til leigu

Á árinu 2013 voru skírð um 30 börn í Bjarnanesprestakalli. Þegar börn eru borin til skírnar eru þau allajafna í þartilgerðum skírnarkjólum. Það er nokkuð ljóst að það sitja ekki allir á þannig kjólum þó oft er það þannig að sami kjólinn er notaður aftur og aftur innan fjölskyldunnar. Þar sem sú hefð hefur ekki skapast getur fólk lent í vandræðum að nálgast skírnarkjól.

Hafnarsókn býr svo vel að eiga þrjá skírnarkjóla sem hægt er að fá leigða. Gjaldið fyrir leigu á kjólunum felst í að borga hreinsunina á þeim eftir notkun. Kjólarnir eru geymdir í versluninni Hjá Dóru og hægt er að fara þangað til að skoða þá og leigja.

Hægt er að sjá myndir af kjólunum hér.